Innlent

Flughált við Varmahlíð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ökumenn ættu að vera meðvitaðir um hálku í dag.
Ökumenn ættu að vera meðvitaðir um hálku í dag. VÍSIR/VILHELM
Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum um nánast allt land í dag. Í úttekt á vef Vegagerðarinnar er eftirfarandi rakið:

Hálkublettir eru á Sandskeiði en hálka er á Hellisheiði og Þrengslum.

Á Suðurlandi er hálka.

Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en þæfingur er í uppsveitum Borgarfjarðar.

Hálka og snjóþekja er á Vestfjörðum einnig er éljagangur nokkuð víða.

Á Norðurlandi er hálka og snjóþekja á vegum og eitthvað um éljagang. Flughálka er frá Varmahlíð og fram Blönduhlíð.

Á Austurlandi hálka og eitthvað um éljagang en greiðfært er með ströndinni frá Reyðarfirði í Hvalnes. Þæfingur er á Móafjarðarheiði.

Með Suðausturströndinni er hálka eða hálkublettir.

Að sama skapi eru vegir á hálendinu flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×