Innlent

Ökumaður í vímu ók á rútu á Reykjanesbraut

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Reykjanesbrautin verður til umfjöllunar á íbúafundi í Stapanum í kvöld.
Reykjanesbrautin verður til umfjöllunar á íbúafundi í Stapanum í kvöld. Fréttablaðið/GVA
Ökumaður og farþegi fólksbifreiðar sluppu vel þegar bifreiðinni var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut í vikunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum ætlaði ökumaðurinn að taka fram úr rútunni en ók þess í stað á hana. Við þetta snerist bifreiðin í hálfhring og hafnaði á vegriði.

Sex farþegar voru í rútunni auk bílstjóra og sluppu allir án meiðsla. Ökumaðurinn og farþeginn sluppu ómeiddir en játuðu báðir neyslu fíkniefna. 

Lögreglan á Suðurnesjum kærðu nokkra ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunni og ók einn þeirra án ökuréttinda. Var þetta í annað skipti sem lögregla hafði afskipti af honum vegna aksturs án réttinda. 

Ung stúlka slasaðist í Íþróttaakademíunni í Krossmóum, talin hafa handleggsbrotnað á æfingu. Kemur einnig fram í dagbók lögreglunnar á suðurnesjum að maður hafi slasast þegar hann féll af timburpalli í Reykjanesbæ. Maðurinn var við vinnu sína í byggingavöruverslun þegar óhappið varð. Fallið var um tveggja metra hátt og hlaut hann áverka í andliti auk þess sem talið var að hann hefði hugsanlega handleggsbrotnað. Hann var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og lögregla tilkynnti Vinnumálastofnun um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×