Innlent

Keyrðu á ljósastaur og yfirgáfu svo vettvanginn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Töluvert var um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna í nótt.
Töluvert var um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna í nótt. Vísir/Eyþór
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði marga ökumenn í nótt grunaða um að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einnig voru bílstjórar stöðvaðir á Bústaðavegi og við Esjurætur sem grunaðir eru um ölvunarakstur og vörslu fíkniefna.  Svo var ofurölvi kona handtekin við Laugarveg. Þar sem ekki var hægt að koma konunni heim var hún vistuð í fangageymslu lögreglu á meðan ástand hennar lagast.

Klukkan 23.05 í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í Seljahverfi. Bifreið hafði verið ekið á ljósastaur. Par sem var í bifreiðinni yfirgaf vettvanginn strax eftir óhappið en var handtekið skömmu síðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var parið vistað í fangageymslum lögreglu vegna rannsókn málsins. Þau eru meðal annars grunuð um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og akstur án ökuréttinda, hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Engin meiðsl urðu á fólki í óhappinu en bifreiðin var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×