Innlent

Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur vörubifreiðar og strætisvagnar rétt eftir hádegi í dag.
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur vörubifreiðar og strætisvagnar rétt eftir hádegi í dag. Vísir/Sigurjón Ólason
Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut, bílstjórar vörubifreiðarinnar og strætisvagnsins auk farþega úr strætisvagninum. Þetta staðfestir Björgvin Ingvason varðstjóri hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Áreksturinn varð rétt eftir hádegi í dag. Að sögn blaðamanns á staðnum voru aðrir farþegar sóttir en fólk var eðlilega í miklu áfalli. 

Það mátti litlu muna að verr færi en aðeins munaði nokkrum sentímetrum á því að pallur vörubílsins færi á bílstjóra strætisvagnsins. Afturhluti bílsins fór að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins sem er töluvert skemmdur. Samkvæmt heimildum Vísis var vörubifreiðinn stopp þegar áreksturinn varð en sólin var lág á lofti. 

Mikill viðbúnaður var á vettvangi í dag en litlar tafir urðu á umferð. Ekki er vitað meira um líðan slösuðu farþeganna að svo stöddu en ekki er talið að meiðsl þeirra séu alvarleg. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi í dag. 

Vísir/Sigurjón Ólason
Vísir
Vísir/Sigurjón Ólason
Vísir/Sigurjón Ólason
Vísir/Sigurjón Ólason
Vísir/Sigurjón Ólason

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×