Enski boltinn

Biður fyrir því á hverju kvöldi að vinna Meistaradeildina með City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Silva.
David Silva. Vísir/Getty
Spánverjinn David Silva hefur spilað með Manchester City í sjö ár eða lengur en hjá nokkru öðru félagi. Hann vill vera þar áfram þrátt fyrir að ekki sé búið að ganga frá nýjum samningi.

Þessi 31 árs gamli miðjumaður kom til City frá Valencia árið 2010. Hann hefur unnið sex titla með enska félaginu en vantar enn þann stóra. Hann á eftir að vinna Meistaradeildina.

David Silva á átján mánuði eftir af núverandi samningi sínum við Manchester City en hann varð enskur meistari með félaginu 2012 og 2014 auk þess að vinna enska bikarinn 2011 og enska deildabikarinn 2014 og 2016.

„Ég bið fyrir því á hverju kvöldi að vinna Meistaradeildina með City,“ sagði David Silva við BBC fyrir Meistaradeildarleik á móti Napoli í kvöld.

„Við erum enn að tala saman um nýjan samning. Ég vona að ég geti skrifað undir sem fyrst því ég myndi elska það að vera hér áfram og spila með City í tíu ár,“ sagði David Silva.

Manchester City hefur verið í Meistaradeildinni undanfarin sjö tímabil og komst lengst í undanúrslitin vorið 2016. City hefur dottið út úr sextán liða úrslitum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.

David Silva hefur skorað eitt mark og gefið átta stoðsendingar í þrettán leikjum með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×