Innlent

Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni

Birgir Olgeirsson skrifar
Málið mun fá flýtimeðferð segir fulltrúi hjá lögreglunni.
Málið mun fá flýtimeðferð segir fulltrúi hjá lögreglunni. Vísir/Hari
Þrjátíu spor þurfti til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni í íbúð í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt. Liggur kona mannsins undir grun um árásina.

Lögreglan fór fram á farbann yfir konunni en í samtali við Vísi segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi að ekki sé tilefni til að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni.

Um sé að ræða ferðafólk og mun því málið fá flýtimeðferð að sögn Guðmundar Páls. Hann segir að málið verði keyrt hratt í gegnum rannsókn og dómur kveðinn fljótlega upp.

Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir og segir Guðmundur það til rannsóknar, en maðurinn er ekki grunaður um að hafa brotið gegn konunni.

Búið er að yfirheyra konuna, manninn og eitt vitni en Guðmundur segir að líkast til verði fleiri vitni kölluð til vegna rannsóknar málsins.

Spurður hvort einhverskonar gleðskapur hafi verið í íbúðinni þegar árásin segir Guðmundur að svo virðist vera.


Tengdar fréttir

Beit tunguna úr manni sínum

Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×