Viðskipti innlent

Hafnarfjörður býður upp á Skólamat

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fanný Axelsdóttir, mannauðs- og samskiptastjóri Skólamatar, Axel Jónsson, Haraldur L. Haraldsson og Fanney D. Halldórsdóttir fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar við undirritunina.
Fanný Axelsdóttir, mannauðs- og samskiptastjóri Skólamatar, Axel Jónsson, Haraldur L. Haraldsson og Fanney D. Halldórsdóttir fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar við undirritunina.
Skólamatur ehf. og Hafnarfjarðarbær hafa undirritað samstarfssamning. Samningurinn felur í sér að Skólamatur muni framleiða og framreiða skólamat fyrir átta grunnskóla og þrjá leikskóla Hafnarfjarðarbæjar.
 
Axel Jónsson, eigandi Skólamatar, og Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, undirrituðu samninginn sem gildir til júní 2018.
 
„Við hjá Skólamat erum afar spennt fyrir samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og hlökkum til að þjónusta skóla og leikskóla bæjarins,” er haft eftir Axel Jónssyni í tilkynningu.
 
Skólamat er lýst sem „fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir máltíðir fyrir grunnskóla, leikskóla, öldrunarheimili og aðrar stofnanir ásamt því að annast rekstur mötuneyta á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Lögð er áhersla á hollan, góðan og heimilislegan mat úr hágæða hráefnum.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×