Enski boltinn

Varnarmaður frá Liverpool búinn að vinna sér sæti í enska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Gomez í síðasta leik sínum á Wembley með Liverpool á móti Tottenham.
Joe Gomez í síðasta leik sínum á Wembley með Liverpool á móti Tottenham. Vísir/Getty
Liverpool maðurinn Joe Gomez er einn þriggja nýliða í enska fótboltalandsliðinu fyrir vináttuleiki á móti Þýskalandi og Brasilíu seinna í þessum mánuði.

Englendingar eru komnir inn á HM í Rússlandi eins og við Íslendingar og hafa hafið undirbúning sinn fyrir heimsmeistaramótið næsta sumar.

Nýliðarnir eru auk Joe Gomez þeir Tammy Abraham og Ruben Loftus-Cheek en þeir báðir eru lánsmenn hjá Chelsea. Tammy Abraham er 20 ára framherji sem er á láni hjá Swansea frá Chelsea. Ruben Loftus-Cheek er 21 árs miðjumaður sem er á láni hjá Crystal Palace frá Chelsea.



Hinn tvítugi Joe Gomez er fastamaður í liði Liverpool en það vekur þá athygli að varnarmaður Liverpool sé að vinna sér sæti í enska landsliðinu enda hefur Liverpool-vörnin fengin á sig mikla gagnrýni á þessu tímabili.

Liverpool keypti Joe Gomez frá Charlton Athletic sumarið 2015 en hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Englendinga. Þetta er hinsvegar fyrsta tímabilið þar sem hann er kominn í stórt hlutverk í Liverpool-liðinu.

Báðir leikir enska landsliðsins fara fram á Wembley. Sá fyrri er á móti Þýskalandi 10. nóvember en sá síðari á móti Brasilíu 14. nóvember.

Hér fyrir neðan má sjá allan hópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×