Viðskipti innlent

Kattarshians í útrás til Bandaríkjanna

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Kettlingarnir í Kattarshians hafa slegið í gegn.
Kettlingarnir í Kattarshians hafa slegið í gegn. mynd/skot
Bandaríska sjónvarpsstöðin UPtv hefur keypt streymisrétt á íslenska raunveruleikaþættinum Kattarshians. Þátturinn hefur vakið töluverða athygli, en þar má fylgjast með ævintýrum kettlinga í beinni útsendingu.

Í fréttatilkynningu frá Sagafilm, sem framleiðir þáttinn, segir að UPtv muni láta framleiða vikulega þætti sem sýndir verða í línulegri dagskrá þar sem fjallað verður um það markverðasta úr lífi kettlinganna. Þættirnir hafa fengið nafnið Meow Manor.

„Það er skemmtileg niðurstaða að svona falleg og einföld, en þó frumleg hugmynd, sem hefur það að markmiði að finna týndum köttum framtíðarheimili, reynist síðan hafa svo sterka alþjóðlega skírskotun,“ segir Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, um þessa óvæntu útrás íslensku kettlinganna.

UPtv sérhæfir sig í fjölskyldutengdu efni og raunveruleikaþáttum þar sem sagðar eru sögur af fjölskyldum af alls konar mynstrum. Segja má að loðnu ferfætlingarnir í Kattarshians hafi nú fundið sér heppilegan samastað. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×