Enski boltinn

Mourinho varð hissa er honum bauðst að fá Matic

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Matic hefur spilað stórkostlega fyrir Man. Utd.
Matic hefur spilað stórkostlega fyrir Man. Utd. vísir/getty
Það hefur mikið verið skrifað um það í vetur hversu slæm ákvörðun það var hjá Chelsea að leyfa Nemanja Matic að fara frá félaginu og hvað þá að Chelsea skildi sleppa honum til Man. Utd.

Matic lykilmaður í liði Chelsea og hefur styrkt Man. Utd mikið á þessari leiktíð. Hann hefur spilað allar mínútur Man. Utd í deildinni það sem af er.

„Ég varð mjög hissa er umboðsmaður Matic hringdi í mig og spurði mig hvort ég vildi fá hann. Ég þekki umboðsmanninn vel og hann er vanur að koma sér bara beint að efninu. Mitt svar var að sjálfsögðu hefði ég áhuga á því,“ sagði Mourinho.

Matic verður mættur á sinn gamla heimavöll, Stamford Bridge, um helgina. Það er auðvitað líka fyrrum heimavöllur Juan Mata sem og Mourinho.

„Það er ekkert sérstakt við það. Ég mæti á þann völl alveg eins og þegar ég mæti á Emirates. Þetta er stórleikur og ekki af því ég var stjóri þar heldur af því að liðið sem við mætum er mjög gott. Eftir ákveðinn tíma hættir það að vera sérstakt og verður bara eins og hver annar stórleikur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×