Enski boltinn

Mourinho náði sáttum við spænsk skattayfirvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var mikið fjölmiðlafár er Mourinho mætti í dómssal í Madrid í dag.
Það var mikið fjölmiðlafár er Mourinho mætti í dómssal í Madrid í dag. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, mætti fyrir rétt í Madrid í dag þar sem tekið var fyrir mál gegn honum vegna meintra skattsvika.

Spænski skattmann sagði að Mourinho skuldaði honum 409 milljónir króna frá þeim tíma er hann var þjálfari Real Madrid.

Mourinho gaf frá sér örstutt ummæli eftir réttarhaldið þar sem hann staðfesti að málinu væri lokið. Hann hefði náð sáttum um að greiða ákveðna upphæð sem ekki var gefin upp.

„Er ég fór frá Spáni árið 2013 vissi ég ekki betur en að öll mín skattamál í landinu væru í lagi. Tveimur árum síðar fæ ég svo að vita af því að byrjað sé að rannsaka mín skattamál,“ sagði Mourinho í Madrid.

„Mér var tjáð að ég yrði að greiða ákveðna upphæð. Ég stóð ekki í neinum deilum. Ég greiddi þessa upphæð og málinu er því lokið núna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×