Liverpool ekki í vandræðum með West Ham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. Vísir/Getty
Liverpool kom sér upp að hlið Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með sigri á West Ham í kvöld.

Mohamed Salah skoraði tvö marka Liverpool í kvöld, hann opnaði markareikning Liverpool á 21. mínútu og skoraði síðasta mark leiksins á 75. mínútu.

Joel Matip tvöfaldaði forystu Liverpool aðeins tveimur mínútum eftir fyrra mark Salah. Mark Noble reyndi að hreinsa hornspyrnu frá Salah, en hitti boltann illa svo hann endaði í skoti á mark. Joe Hart þurfti að verja skot samherja síns en Matip setti frákastið í netið.

Gary Rose minnkaði muninn fyrir West Ham á 55. mínútu og var þá möguleiki á endurkomu West Ham.

Voninn lifði þó ekki lengi því Alex Oxlade-Chamberlain skoraði fyrir Liverpool mínútu seinna og kom þeim aftur í tveggja marka forystu.

Salah innsiglaði svo sigurinn fyrir Liverpool, sem var miklu sterkari aðilinn í leiknum.

Stuðningsmenn West Ham voru allt annað en ánægðir með frammistöðu síns liðs í kvöld og byrjaði völlurinn að tæmast hratt eftir seinna mark Salah.

West Ham er í sautjánda sæti deildarinnar, stigi á undan Swansea og Everton. Vinni Everton Watford á morgun dettur West Ham niður í fallsæti.

Starf Slaven Bilic gæti verið í hættu, en hann var á hálum ís fyrir leiki dagsins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira