Son tryggði Tottenham sigur á Wembley

Dagur Lárusson skrifar
Heung-Min Son fagnar marki sínu með Moussa Sissoko.
Heung-Min Son fagnar marki sínu með Moussa Sissoko. Vísir/Getty
Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Tottenham Hotspur og Crystal Palace á Wembley en leikurinn hófst klukkan 12:00.

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum en Tottenham hefur átt erfitt með að brjóta niður hin svökölluðu smærri lið á Wembley en staðan í hálfleik var 0-0.

Tottenham mættu öflugri til leiks í seinni hálfleikinn en Crystal Palace vörðust vel og beittu hættulegum skyndisóknum.

Tottenham náði þó loks að brjóta ísinn á 64. mínútu en það var Hueng Min Son sem að skoraði markið eftir þunga sókn Tottenham en með þessu marki varð hann markahæsti asíumaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Crystal Palace reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og því lönduðu Tottenham stigunum þremur.

Eftir leikinn er Tottenham komið með 23 stig í 3.sæti deildarinnar á meðan Crystal Palace situr sem fastast í neðsta sæti deildarinnar með 4 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira