Ótrúleg endurkoma Everton

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Ótrúleg endurkoma kom Everton upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liðið tók á móti Watford og það leit allt út fyrir að vandræði liðsins héldu áfram þegar Watford var komið í 2-0 um miðjan seinni hálfleik.

Oumar Niasse skoraði hins vegar fyrir Everton á 67. mínútu, aðeins þremur mínútum eftir seinna mark Watford.

Varamaðurinn Dominic Calvert-Lewin jafnaði leikinn fyrir Everton á 74. mínútu, innan við tíu mínútum eftir að hann hafði komið inn á fyrir Wayne Rooney.

Við jöfnunarmarkið tvíefldust leikmenn Everton og þeir fengu vítaspyrnu þegar komið var í uppbótartíma sem Leighton Baines skoraði úr og tryggði Everton sigurinn.

Tom Cleverly fékk fullkomið tækifæri til þess að hirða stig fyrir Watford en hann brenndi af vítaspyrnu á tíundu mínútu uppbótartímans.

Everton hafði ekki unnið leik síðan 23. september, þegar liðið vann Bournemouth.

Sigurinn kemur liðinu upp í 15. sæti deildarinnar með 11 stig.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton, en hann var tekinn út af á 85. mínútu leiksins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira