Enski boltinn

Upphitun: Rauði herinn ætlar að blanda sér í toppbaráttuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sex leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Dagurinn hefst með leik Stoke City og Leicester City í hádeginu. Refirnir hafa unnið tvo leiki í röð og með sigri í dag fara þeir upp í 8. sæti deildarinnar.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley hafa gert góða hluti á tímabilinu og sitja í 7. sæti deildarinnar. Þeir sækja Southampton heim í dag.

Newcastle United fær Bournemouth í heimsókn, West Brom sækir Huddersfield heim og Swansea City og Brighton eigast við.

Í síðdegisleiknum sækir Liverpool West Ham heim. Rauði herinn komst aftur á sigurbraut um síðustu helgi og getur jafnað Chelsea og Arsenal að stigum með sigri á Hömrunum sem eru ekki í góðum málum.

Leikir dagsins:

12:30 Stoke - Leicester (sýndur beint á Stöð 2 Sport)

15:00 Southampton - Burnley

15:00 Newcastle - Bournemouth

15:00 Huddersfield - West Brom

15:00 Swansea - Brighton

17:30 West Ham - Liverpool (sýndur beint á Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×