Enski boltinn

Lítt þekktur samherji Jóhanns Berg tilnefndur sem leikmaður mánaðarins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nick Pope hefur slegið í gegn í rammanum hjá Burnley.
Nick Pope hefur slegið í gegn í rammanum hjá Burnley. vísir/getty
Aðeins tveir mánuðir eru síðan Nick Pope lék sinn fyrsta leik fyrir Burnley. Núna er hann einn þeirra sem kemur til greina sem leikmaður október-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi 25 ára markvörður fékk tækifæri eftir að Tom Heaton, fyrirliði Burnley, fór úr axlarlið í leik gegn Crystal Palace 10. september.

Pope hefur heldur betur staðið fyrir sínu í marki Burnley sem situr í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Pope lék alla fjóra leiki Burnley í október og hélt hreinu í tveimur þeirra. Burnley vann tvo þessara leikja, gerði eitt jafntefli og tapaði einum.

Kevin De Bruyne og Leroy Sané (Manchester City), Nacho Monreal (Arsenal), Glenn Murray (Brighton) og Wilfried Zaha eru einnig tilnefndir sem leikmaður október-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Knattspyrnustjóri Burnley, Sean Dyche, er tilnefndur sem stjóri október-mánaðar ásamt Pep Guardiola (Man City), Arsene Wenger (Arsenal) og Mauricio Pochettino (Tottenham).

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley sækja Southampton heim á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×