Enski boltinn

Ramsey: Ágúst var undarlegur

Dagur Lárusson skrifar
Aaron Ramsey fagnar marki
Aaron Ramsey fagnar marki Vísir/getty
Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, segir að ágústmánuður hafi verið með eindæmum undarlegur hjá félaginu en liði sé loksins núnað jafna sig.

Arsenal tapaði meðal annars fyrir Liverpool 4-0 og Stoke 1-0 í fyrstu þremur leikjum tímabilsins en mikið af sögusögnum voru á sveimi á sama tíma t.d. þess efnis að Alexis Sanchez væri á leið frá félaginu.

„Liverpool leikurinn var mjög erfiður fyrir okkur. Við vorum með leikmenn sem fóru síðan til Liverpool nokkrum dögum seinna og síðan voru nokkrir leikmenn sem vissu ekki nógu mikið um framtíð sína.“

„Þetta var undarlegur tími fyrir okkur sem lið. Ég veit ekki hvort að þessir utanaðkomandi þættir hafi haft áhrif á spilamennsku okkur en þeir allaveganna hjálpuðu ekkert til.“

„Við höfum lært af þessum tíma hinsvegar og við fórum t.d. til Chelsea og spiluðum mjög vel og vorum óheppnir að vinna ekki þann leik.“

Arsenal mætir Manchester City í einum af tveimur stórleikjum helgarinnar en City hafa farið gífurlega vel af stað í deildinni og eru taplausir.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×