Körfubolti

Þau bestu í liðinni körfuboltaviku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úrvalslið 5. umferðar Domino's deildar karla
Úrvalslið 5. umferðar Domino's deildar karla
Síðustu umferðir í Domino's deildum karla og kvenna í körfubolta voru gerðar upp að vanda í gærkvöld í Domino's Körfuboltakvöldi.

Eins og alltaf þá tilnefndu sérfræðingarnir lið umferðarinnar og leikmenn umferðarinnar.

Í karlaflokki var fimmta umferðin kláruð í gær. Lið umferðarinnar var skipað Degi Kár Jónssyni úr Grindavík, Sigtryggi Arnari Björnssyni úr Tindastól, Reggie Dupree frá Keflavík og ÍR-ingunum Ryan Taylor og Danero Thomas. Þjálfari ÍR, Borce Ilievski, var þjálfari liðsins.

ÍR-ingar unnu sterkan karakterssigur á Stjörnunni í framlengdum leik á fimmtudag. Taylor og Danero fóru fyrir ÍR-ingum í leiknum og voru báðir með yfir 20 stig.

Reggie skoraði úr helmingi skota sinna í sigri Keflavíkur á Þór Þ. og skoraði 13 stig ásamt því að stela 6 boltum. Dagur Kár var með 83 prósenta skotnýtingu og 26 framlagspunkta í sigri Grindavíkur á Hettil. Sigtryggur Arnar skoraði 26 stig fyrir Tindastól þegar liðið sigraði Hauka og reif niður fimm fráköst.

 

 

Leikmenn umferðarinnar voru Hallveig Jónsdóttir og Ryan Taylor.

Hallveig átti frábæran leik fyrir Val gegn Stjörnunni. Hún var með 62 prósenta skotnýtingu ásamt því að hitta úr öllum þremur vítaskotum sínum. Hún hirti fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar, var stigahæst með 28 stig og skilaði inn 30 framlagspunktum.

Taylor var stigahæstur ÍR-inga í sigrinum á Stjörnunni. Hann skoraði 28 stig, en var þó aðeins með 42 prósenta skotnýtingu. Hann tók ekki nema þrettán fráköst í leiknum, fiskaði átta villur og var með 31 í framlag.

7. umferð Domino's deildar kvenna var spiluð í vikunni. Í úrvalsliði umferðarinnar voru valdar Valskonurnar Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir, Snæfellingarnir Berglind Gunnarsdóttir og Kristen McCarthy og Ragna Margrét Brynarsdóttir úr Stjörnunni.

Þjálfari umferðarinnar var þjálfari Skallagríms, Ricardo Gonzales. Skallagrímskonur unnu þriggja stiga sigur á Haukum, 68-65.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×