Körfubolti

Hildur Björg stigahæst í tapi

Hildur Björg í landsleik, en hún var stigahæst í kvöld.
Hildur Björg í landsleik, en hún var stigahæst í kvöld. vísir/ernir
Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst í liði Laboratorios sem tapaði fyrir Almeria í spænsku 1. deildinni í körfubolta.

Hildur Björg skoraði 18 stig, tók 11 fráköst og var með 21 í framlag og var langbesti leikmaður Laboratorios í dag.

Laboratorios spila í B-hluta 1. deildarinnar á Spáni og var þetta fyrsti tapleikur liðsins á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Hildur Björg spilar á Spáni í vetur

Íslenski landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir hefur samið við spænskt lið og mun því spila á Spáni á komandi tímabili en ekki í Domino´s deild kvenna eins og útlit var fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×