Handbolti

Tap hjá Janusi og Arnóri í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Janus Daði Smárason stýrði meira og minna sóknarleik íslenska liðsins gegn Svíum um síðustu helgi en hann er kominn í stórt hlutverk hjá Geir Sveinssyni.
Janus Daði Smárason stýrði meira og minna sóknarleik íslenska liðsins gegn Svíum um síðustu helgi en hann er kominn í stórt hlutverk hjá Geir Sveinssyni. vísir/Eyþór
Íslendingalið Álaborgar laut í lægri hlut gegn ungverska liðinu Veszprem í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

Janus Daði Smárason skoraði tvö marka Álaborgar í dag, en Arnór Atlason náði ekki að skora úr tveimur skotum.

Lokatölur leiksins urðu 30-24 fyrir Veszprem, en staðan í hálfleik var 16-10 fyrir Ungverjunum.

Álaborg hefur nú tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í B-riðli keppninnar og sitja á botni riðilsins með tvö stig. Vezprem er hins vegar á toppi riðilsins með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×