Körfubolti

Haukur Helgi besti maður vallarins þrátt fyrir tap

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Helgi í landsleik með Íslandi
Haukur Helgi í landsleik með Íslandi vísir/epa
Haukur Helgi Pálsson og félagar í Cholet töpuðu fyrir Limoges í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Haukur Helgi skoraði 19 stig fyrir Cholet, tók fimm fráköst og var framlagshæstur í sínu liði með 24 framlagspunkta.

Hann var einnig framlagshærri en allir í Limoges liðinu, og því besti maður vallarins að mati tölfræðinnar.

Mikil spenna var á lokamínútum leiksins, en það var jafnt að loknum þriðja leikhluta. Limoges náðu mest átta stiga forystu í leikhlutanum, en Cholet náði að klóra sig til baka og munaði aðiens einu stigi á liðunum þegar 11 sekúndur voru eftir.

Limoges átti hins vegar síðasta orðið, og vann 89-86 sigur.

Cholet hefur nú tapað sex af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×