Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Newton sagði nei takk

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nýliðar Vals töpuðu hörkuleik gegn Njarðvíkingum í Domino's deild karla á fimmtudaginn.



Undir lok leiksins átti sér stað undraverður dómur. Þegar 16 sekúndur lifðu af leiknum og Njarðvíkingar voru yfir með einu stigi áttu Valsmenn boltann við hliðarlínu á vallarhelmingi Njarðvíkinga.

Benedikt Blöndal kastar boltanum inn á völlinn. Hann fer greinilega í Ragnar Helga Friðriksson, leikmann Njarðvíkur, og út af. En einhvern veginn dæma dómararnir Njarðvíkingum boltann.

Sérfræðingarnir fóru að sjálfsögðu yfir þetta atvik í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld.

„Ég hef aldrei verið eins hissa á körfuboltaleik,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, einn sérfræðinga þáttarins.

„Okkar bjartasta von í dómgæslu, Jóhannes Páll, ég ætla ekki að vera góður við hann. Ef þú ert orðinn FIBA dómari, þá átt þú ekki að missa þetta.“

„Á hvað er hann að horfa?“ spurði Jón Halldór í undrun.

„Mig langar ekki að hljóma asnalegur,“ sagði Fannar Ólafsson, „En stundum ef þú hefur ekki spilað leikinn þá áttaru þig ekki alltaf á hvernig hann virkar.“

„Ef boltinn er að rúlla í þessa átt, þá eru meiri líkur en minni á að einhver hafi komið við hann,“ sagði Fannar.

Þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson tók undir það. „Eðlisfræðin, Newton, segir nei takk.“

Umræðuna má sjá í heildina í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Þau bestu í liðinni körfuboltaviku

Fimmta umferð Domino's deildar karla og sjöunda umferð kvennadeildarinnar fóru fram í vikunni. Domino's Körfuboltakvöld valdi þá leikmenn sem sköruðu fram úr í leikjum vikunnar.

Domino's Körfuboltakvöld: Þarf að slá hann utan undir

Keflavík vann í gærkvöld sterkan sigur á Þór Þorlákshöfn, 98-79. Í viðtali eftir leikinn lét Cameron Forte falla orð sem fóru mikið fyrir brjóstið á Fannari Ólafssyni, sérfræðingi í Domino's Körfuboltakvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×