Körfubolti

Kristófer á besta Fannar skammar í október

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fannar Ólafsson, sérfræðingur Domino's Körfuboltakvölds, er ekki þekktur fyrir að halda aftur af skoðunum sínum.

Hann á það til að hella sér yfir menn, svo mikið að sér liður í þættinum er tileinkaður honum, Fannar skammar.

„Í alvöru. Þetta er ekki Álftanes, skiluru,“ skammaði Fannar, við litla hrifningu Kjartans Atla Kjartanssonar, þáttastjórnanda.

„Rólegur. Ekki vera að trasha sveitarfélagið mitt.“

Áfram héldu mistökin að rúlla og Fannar lýsti yfir óánægju sinni.

„Ef þú færð borgað fyrir að spila körfubolta, á að draga frá fyrir svona,“ sagði Fannar.

Mikið var um misheppnaðar sendingar og kom Kjartan Atli með kenningu um að leikmenn væru með styrktarsamninga við fyrirtækin sem eiga auglýsingaspjöldin sem boltinn lendir í.

„Afhverju ertu með úlnliðasvitaband? Það virkar ekki,“ skammaði Fannar Sigurð Gunnar Þorsteinsson, leikmann Grindavíkur.

Kristófer Acox átti þó nokkrar misheppnaðar troðslur í síðustu leikjum og fékk hann fyrir það „Fannar skammar“ verðlaun októbermánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×