Enski boltinn

Moyes vill taka við West Ham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Moyes í sínum síðasta leik sem stjóri Sunderland.
Moyes í sínum síðasta leik sem stjóri Sunderland. vísir/getty
David Moyes hefur áhuga á að taka við starfi knattspyrnustjóra West Ham.

Framtíð Slaven Bilic hjá félaginu er í hættu eftir 4-1 tap gegn Liverpool á heimavelli í gær.

Heimildir fjölmiðla á Englandi herma að forráðamenn Lundúnaliðsins hafi nú þegar hafið viðræður við Skotann.

„Ég hef alltaf sagt ég vilji fara aftur í að stjórna félagsliði,“ sagði Moyes í viðtali við BeIn Sports. Hann var áður við stjórnvöllinn hjá Manchester United, Everton og Sunderland.

Spurður um stjórastólin hjá West Ham sagði Moyes: „Ég er áhugasamur, en staðan er ekki laus í augnablikinu.“

Staða Bilic var áður rædd í október, en þá var ákveðið að gefa honum meiri tíma og sjá hvort hann gæti snúið gengi liðsins við.

Eftir leiki helgarinnar er West Ham í fallsæti, með aðeins níu stig úr ellefu leikjum.






Tengdar fréttir

Moyes: Enginn hefði gert betur en ég

David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, segir að enginn annar stjóri hefði gert betur en hann með Manchester United í þeim kringumstæðum sem félagið var í þegar hann tók við.

Bilic fær tvo leiki í viðbót

Það er búið að vera mjög heitt undir Slaven Bilic, stjóra West Ham, í vetur og margir héldu að hann myndi fá að fjúka eftir neyðarlegt 3-0 tap gegn nýliðum Brighton á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×