Enski boltinn

Sjáðu mörk ofurdagsins í enska boltanum │ Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem öll liðin í efstu sætunum fimm mættu til leiks.

Stórleikur umferðarinnar var viðureign Chelsea og Manchester United á Stamford Bridge. Alvaro Morata tryggði Chelsea sigurinn með skallamarki í seinni hálfleik.

Gyfli Þór Sigurðsson og félagar í Everton sýndu ótrúlega endurkomu og unnu Watford 3-2 eftir að hafa verið tveimur mörkum undir um miðjan seinni hálfleikinn.

Arsene Wenger náði ekki að stoppa sigurgöngu Manchester City, en menn Pep Guardiola unnu 3-1 sigur á skyttunum á Etihad. Sigurinn var þó umdeildur. Raheem Sterling fékk að margra mati ódýra vítaspyrnu og svo virtist Gabriel Jesus vera rangstæður í þriðja markinu.

Tottenham vann svo 1-0 sigur á botnliði Crystal Palace með marki frá Son Heung-Min sem er nú markahæsti Asíumaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.

Öll mörkin og uppgjör gærdagsins má sjá í spilurunum í fréttinni.

 

 

Chelsea - Manchester United 1-0
Everton - Watford 3-2
Manchester City - Arsenal 3-1
Tottenham - Crystal Palace 1-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×