Körfubolti

Fimm félög bæði með karlaliðið og kvennalið í pottinum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson.
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson. Vísir/Eyþór
Sextán liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta lauk í gær þegar fjögur síðustu félögin tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Maltbikars karla.

Njarðvíkingar fögnuðu tvö kvöld í röð í Ljónagryfjunni með sigri á Domino´s deildar liðum. Konurnar slógu Stjörnuna út á sunnudagskvöldið og karlarnir fylgdu því eftir með að slá Grindavík út í gær.

Í dag verður síðan dregið í átta liða úrslitin hjá bæði körlum og konum. Njarðvík er eitt af fimm félögum sem á bæði karlalið og kvennalið í pottinum í dag.  Hin félögin eru Breiðablik, KR, ÍR og Keflavík.

Drátturinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal klukkan 12.15 í dag.

Liðin í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í dag:

Maltbikar karla: Haukar, Breiðablik, KR, ÍR, Keflavík, Njarðvík, Tindastóll og Höttur.

Maltbikar kvenna: Skallagrímur, Njarðvík, Breiðablik, Keflavík, Snæfell, Valur, ÍR og KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×