Innlent

Snjór og slydda í kortunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hitinn verður að sama skapi í kringum frostmark.
Hitinn verður að sama skapi í kringum frostmark. VÍSIR/ERNIR

Veðurstofan gerir ráð norðlægri eða breytilegri átt á landinu í dag, með vindhraða upp á 3 til 8 m/s, en 8 til 15 m/s við suðausturströndina. Víða má búast við bjarviðri en jafnframt að það muni rigna á láglendi sunnan- og austantil. Styttir þar upp með deginum.

Það verður svo suðvestan 5 til 13 m/s í kvöld og skúrir eða slydduél suðvestanlands. Þó verður léttskýjað á Norðausturlandi.

Norðlægátt, 10 til 18 m/s norðantil á morgun og víða snjókoma en vestlæg átt 8 til 13 m/s og ringing með köflum á Suðurlandi.

Hiti nálægt frostmarki en hlýnar sunnanlands á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðlæg átt 3-10 m/s á norðanverðu landinu og snjókoma síðdegis. Breytileg átt 5-13 sunnantil með rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins. Vægt frost fyrir norðan en 0 til 5 stiga hiti syðra.

Á fimmtudag:
Vestlæg átt 5-13 og él, en bjartviðri suðaustan- og austanlands. Víða vægt frost, en hiti rétt ofan frostmarks með ströndinni.

Á föstudag:
Vaxandi norðvestanátt, 10-18 seinnipartinn, hvassast norðaustanlands. Él eða snjókoma um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Frost 0 til 5 stig.

Á laugardag:
Norðvestan 13-18 austanlands, annars hægari norðlæg átt. Stöku él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Áfram fremur kalt í veðri.

Á sunnudag:
Hæg breytileg átt, léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi sunnanátt undir kvöld með úrkomu og hlýnar.

Á mánudag:
Sunnan 13-18 og rigning á láglendi en snýst svo í suðvestan 8-13 með slydduéljum vestanlands. Hiti um og yfir frostmarki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.