Lífið

Fyrir og eftir: Breytti hitakompu í Þingholtsstræti í stórglæsilega stúdíóíbúð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosaleg breyting.
Rosaleg breyting.
Gulli Byggir er hæfileikaríkur maður og í þáttunum hans á Stöð 2 hafa áhorfendur fengið að fylgjast með gríðarlegum breytingum á íbúðum og húsum í gegnum tíðina.

Í þættinum í gær var fylgst með andlitslyftingu á hitakompu í Þingholtsstræti en fyrirhugað var að breyta kompunni í litla stúdíóíbúð. Eigandi íbúðarinnar heitir Guðmundur Árni Árnason og er hann mikill áhugamaður um að gera upp gamlar íbúðir.

Húsið var byggt árið 1898 og er til að mynda lofthæðin í kompunni of lág til að hægt sé að búa þar. Það þurfti því að grafa vel niður og lækka gólfið umtalsvert.

Í þættinum á Stöð 2 í gærkvöldi mátti sjá lokaútkomuna sem er í raun með ólíkindum. Lítilli hitakompu breytt í stórglæsilega íbúð á besta stað í borginni en hér að neðan má sjá fyrir og eftir myndband sem sýnir útkomuna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×