Enski boltinn

Hlanddólgarnir í ævilangt bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlanddólgarnir mega ekki fara á heimaleiki Tottenham í framtíðinni.
Hlanddólgarnir mega ekki fara á heimaleiki Tottenham í framtíðinni. vísir/getty
Tottenham hefur dæmt stuðningsmennina tvo sem köstuðu glasi fullu af þvagi í stuðningsmenn West Ham í ævilangt bann.

Viðkomandi stuðningsmenn urðu sér til skammar á leik Tottenham og West Ham á Wembley í deildabikarnum.

Annar þeirra meig í plastglas en hinn kastaði því í átt að stuðningsmönnum West Ham. Innihaldið fór þó mest í stuðningsmenn Tottenham sem voru svo óheppnir að standa þarna nálægt.

Myndband náðist af hlanddólgunum og þeir fundust á endanum. Tottenham sýndi svo enga miskunn og dæmdi þá í ævilangt bann.

Tottenham komst 2-0 yfir í leiknum en West Ham kom til baka, vann 2-3 sigur og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum deildabikarsins.


Tengdar fréttir

Martial sá um Tottenham

Manchester United styrkti stöðu sína í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið vann sigur með minnsta mun gegn Tottenham á Old Trafford í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×