Enski boltinn

Man. City byrjar að missa flugið í nóvember

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nú fer að reyna á Pep og strákana hans.
Nú fer að reyna á Pep og strákana hans. vísir/getty
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, er eins og allir hrifinn af spilamennsku Man. City það sem af er vetri en minnir á að nú fer í hönd tíminn þar sem City hefur lent í vandræðum síðustu ár.

Byrjun Man. City á tímabilinu er söguleg enda sú besta síðan deildin var stofnuð. 28 stig eftir tíu leiki og 29 mörk í plús. Magnað.

Á síðustu tveimur tímabilum hefur Man. City verið að fá 2,3 stig að meðaltali í leik frá ágúst og út október. Frá nóvember og út janúar hefur liðið aftur á móti verið að fá 1,8 stig.

„Þeir eru að spila fáranlega vel. Það getur ekkert stöðvað City nema þeir sjálfir. Nú kemur veturinn og allar klisjurnar um hvort það sé hægt að fara til Stoke og sækja stig og allt það kjaftæði. En það er ekki bara svo einfalt,“ segir Neville.

„City hefði líklega orðið meistari síðustu tvö ár ef liðið hefði spilað af sama styrkleika í nóvember, desember og janúar. Þetta eru erfiðustu mánuðirnir og ef lið ætlar að verða meistari verður það að komast almennilega í gegnum þessa þrjá köldu mánuði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×