Chelsea sá aldrei til sólar í Róm

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stephan El Shaarawy fagnar fyrra marki sínu.
Stephan El Shaarawy fagnar fyrra marki sínu. vísir/epa
Roma fór illa með Chelsea þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 3-0, Roma í vil.

Leikurinn var aðeins 38 sekúndna gamall þegar Stephan El Shaarawy kom Roma yfir með frábæru skoti fyrir utan teig.

Á 36. mínútu urðu Antonio Rüdiger, varnarmanni Chelsea og fyrrverandi leikmanni Roma, á skelfileg mistök sem hleyptu El Shaarawy í gegn. Hann gerði engin mistök og skoraði sitt annað mark.

Diego Perotti bætti þriðja markinu við með frábæru skoti á 63. mínútu og þar við sat.

Roma komst með sigrinum á topp riðilsins. Rómverjar eru með átta stig, einu stigi á undan Chelsea.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira