Innlent

Pendúllinn: Stjórnarkapallinn, Inga í aftursætinu og Sigurður Ingi kingmaker

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Hvaða ríkisstjórnarkapall verður sá sem gengur upp?
Hvaða ríkisstjórnarkapall verður sá sem gengur upp? Mynd/samsett
Landsmenn gengu til kosninga á laugardaginn og nú tekur við að mynda þarf ríkisstjórn. Hulda Hólmkelsdóttir, Jóhann Óli Eiðsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson fara yfir liðna viku í pólitík. 

Hver er hinn eiginlegi sigurvegari kosninganna? Er það Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn eða Flokkur fólksins?

Og hver tapaði mest á kosningunum? Var það Sjálfstæðisflokkurinn? Ungt fólk? Frjálslyndi?

Eða voru það konur? Uppi eru hugmyndir um kvennaframboð og virðast skiptar skoðanir um ágæti þess.

Flokkarnir hafa aldrei verið fleiri á þingi og við taka flóknar stjórnarmyndunarviðræður. Þáttastjórnendur gerðu sitt besta að skipta ráðuneytum niður eftir líklegustu ríkisstjórnunum en ráku sig fljótt á að það er erfitt að leggja kapal með mörgum sortum.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum þriðjudegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×