Innlent

Raforkutruflanir hér á landi kosta um 1,5 milljarða á ári

Sveinn Arnarsson skrifar
Mikil uppbygging á sér stað á Vestfjörðum en orkuöryggi er áfátt. Fréttablaðið/Pjetur
Mikil uppbygging á sér stað á Vestfjörðum en orkuöryggi er áfátt. Fréttablaðið/Pjetur
Árlegur meðalkostnaður vegna rafmagnsleysis hér á landi árin 2005-2015 er talinn vera um 1,5 milljarðar króna á verðlagi ársins 2015. Í rafveitukerfi Orkubús Vestfjarða voru skráðar 225 truflanir árið 2016, 150 fyrirvaralausar en 75 vegna viðhalds eða breytinga.

Þetta kemur fram í ársskýrslu Orkubús Vestfjarða fyrir árið 2016. Að auki urðu nokkrar útleysingar hjá dreifikerfi Landsnets sem flytur raforku inn á Vestfirði. Frá árinu 2012 hafa á annað hundrað truflanir orðið í dreifikerfi Landsnets á Vestfjörðum.

Kostnaðurinn er nokkuð breytilegur milli ára vegna ytri aðstæðna, svo sem veðurfars. Upplýsingar um meðalkostnað allra landshluta eru birtar í nýlegri skýrslu Truflunar, starfshóps um rekstrartruflanir í orkukerfinu sem er samstarfsvettvangur HS veitna, Landsnets, Norðurorku, Orkubús Vestfjarða, Orkustofnunar, Veitna, Rarik og Rafveitu Reyðarfjarðar.

„Truflanir í raforkukerfinu eru fyrst og fremst á Vestfjörðum. Þess vegna hefur það verið eins konar manifesto vestfirskra sveitarstjórnarmála að ræða, öskra og berjast fyrir raforkubyltingu, eðlilegu raforkuöryggi,“ segir Pétur Georg Markan, formaður Sambands sveitarfélaga á Vestfjörðum.

„Rafmagnsleysi í fjóra tíma, eins og raunin var síðastliðinn föstudag, er ekki eðlilegur hlutur og stjórnvöldum til skammar á meðan ekkert breytist.“ Vitnar Pétur til þess að fyrir síðustu helgi sló rafmagni út í Súðavík í nokkrar klukkustundir.

Dreifikerfi Landsnets á Vestfjörðum er veikt og aðeins ein lína liggur frá Hrútártungustöð áleiðis til Vestfjarða. Því er mikilvægt að mati heimamanna að hringtengja Vestfirði með annarri línu til að tryggja afhendingaröryggi á Vestfjörðum. Olía er notuð í nokkrum mæli og í fyrra voru 864 megavattstundir framleiddar með olíu á Vestfjörðum.
Pétur Georg Markan, formaður Sambands sveitarfélaga á Vestfjörðum.
„Truflanir í raforkukerfinu eru fyrst og fremst á Vestfjörðum. Þess vegna hefur það verið eins konar manifesto vestfirskra sveitarstjórnarmála að ræða, öskra og berjast fyrir raforkubyltingu, eðlilegu raforkuöryggi,“ segir Pétur Georg Markan, formaður Sambands sveitarfélaga á Vestfjörðum.

„Rafmagnsleysi í fjóra tíma, eins og raunin var síðastliðinn föstudag, er ekki eðlilegur hlutur og stjórnvöldum til skammar á meðan ekkert breytist.“ Vitnar Pétur til þess að fyrir síðustu helgi sló rafmagni út í Súðavík í nokkrar klukkustundir.

Dreifikerfi Landsnets á Vestfjörðum er veikt og aðeins ein lína liggur frá Hrútártungustöð áleiðis til Vestfjarða. Því er mikilvægt að mati heimamanna að hringtengja Vestfirði með annarri línu til að tryggja afhendingaröryggi á Vestfjörðum. Olía er notuð í nokkrum mæli og í fyrra voru 864 megavattstundir framleiddar með olíu á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×