Innlent

Kvaðst fyrst geta greitt fyrir stolna kampavínsflösku eftir mánaðamót

Atli Ísleifsson skrifar
Flaskan kostaði 18 þúsund krónur.
Flaskan kostaði 18 þúsund krónur. Vísir/Getty
Karlmaður á þrítugsaldri var um helgina staðinn að því að stela kampavínsflösku á skemmtistað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að flaskan hafi kostað 18 þúsund krónur og sagðist maðurinn iðrast þess sárlega þegar lögregla ræddi við hann. Sagðist hann ætla að greiða fyrir flöskuna, sem hann hafði þá opnað, en greiðsluna kvaðst hann þó ekki geta innt af hendi fyrr en eftir mánaðamót.

Lögreglan á Suðurnesjum segir jafnframt í tilkynningu að ökumaður um tvítugt hafi ekið út af á Vatnsleysustrandarvegi um helgina með þeim afleiðingum að bíll hans hafnaði á fiskikari og girðingu. Er hann grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×