Kolasinac allt í öllu í sigri Arsenal

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bosníumaðurinn Kolasinac reyndist Arsenal mikilvægur í dag
Bosníumaðurinn Kolasinac reyndist Arsenal mikilvægur í dag vísir/getty
Arsenal fékk Swansea í heimsókn á Emirates leikvanginn í dag og lentu Skytturnar í kröppum dansi.

Sam Clucas kom Swansea yfir í fyrri hálfleik og leiddu gestirnir í leikhléi.

Heimamenn mættu sprækari til leiks í síðari hálfleik og Sead Kolasinac jafnaði metin á 51.mínútu. Kolasinac var ekki hættur því hann lagði upp mark fyrir Aaron Ramsey sjö mínútum síðar og þar við sat.

2-1 sigur Arsenal staðreynd og eru þeir því í fjórða sæti deildarinnar með 19 stig.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira