Áttundi sigur City í röð | Öll úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fernandinho og Kevin De Bruyne fagna.
Fernandinho og Kevin De Bruyne fagna. Vísir/Getty
Manchester City endurheimti fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 2-3 sigri á West Brom á The Hawthornes í dag. Þetta var áttundi sigur City í röð.

Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og eftir korter voru þrjú mörk komin. Leroy Sané kom City yfir á 10. mínútu en Jay Rodríguez jafnaði metin þremur mínútum síðar. Fernandinho kom gestunum svo aftur yfir á 15. mínútu.

Raheem Sterling skoraði þriðja mark City á 64. mínútu. Matt Phillips minnkaði muninn fyrir West Brom í uppbótartíma en nær komust strákarnir hans Tonys Pulis ekki. Lokatölur 2-3, City í vil.

Það voru komnar sjö mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Wilfried Zaha skoraði jöfnunarmark Crystal Palace gegn West Ham á Selhurst Park. Lokatölur 2-2.

Javier Hernández og André Ayew komu Hömrunum í 0-2 í fyrri hálfleik. Luka Milivojevic minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 50. mínútu og Zaha skoraði svo jöfnunarmarkið á elleftu stundu.

Stoke City vann kærkominn sigur þegar liðið lagði Watford að velli, 0-1, á útivelli. Darren Fletcher skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu.

Þrjú mörk í seinni hálfleik tryggði Liverpool sigur á Huddersfield á Anfield.

Arsenal komst aftur á sigurbraut þegar liðið lagði Swansea City að velli, 2-1, á heimavelli.

Í hádeginu vann Manchester United svo 1-0 sigur á Tottenham með marki Anthonys Martial.

Úrslit dagsins:

West Brom 2-3 Man City

0-1 Leroy Sané (10.), 1-1 Jay Rodríguez (13.), 1-2 Fernandindo (15.), 1-3 Raheem Sterling (64.), 2-3 Matt Phillips (90+2.).

Crystal Palace 2-2 West Ham

0-1 Javier Hernández (31.), 0-2 André Ayew (43.), 1-2 Luka Milivojevic, víti (50.), 2-2 Wilfried Zaha (90+7.).

Watford 0-1 Stoke

0-1 Darren Fletcher (16.).

Liverpool 3-0 Huddersfield

1-0 Daniel Sturridge (50.), 2-0 Roberto Firmino (58.), 3-0 Georginio Wijnaldum (75.).

Arsenal 2-1 Swansea

0-1 Sam Clucas (22.), 1-1 Sead Kolasinac (51.), 2-1 Aaron Ramsey (58.).

Man Utd 1-0 Tottenham

1-0 Anthony Martial (81.).


Tengdar fréttir

Martial sá um Tottenham

Manchester United styrkti stöðu sína í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið vann sigur með minnsta mun gegn Tottenham á Old Trafford í dag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira