Íslenski boltinn

Katrín setti áfram X við Stjörnuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katrín skoraði 13 mörk í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili.
Katrín skoraði 13 mörk í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. vísir/andri marinó
Landsliðskonan Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna.

Katrín hefur leikið með Stjörnunni undanfarin tvö tímabil en hún kom til liðsins frá Klepp í Noregi.

Katrín lék 12 leiki og skoraði níu mörk þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari 2016. Það var hennar annar Íslandsmeistaratitilinn en hún varð einnig meistari með Þór/KA 2012.

Á síðasta tímabili lék Katrín alla 18 leikina í Pepsi-deildinni og skoraði 13 mörk. Stjarnan endaði í 4. sæti deildarinnar og komst auk þess í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir ÍBV. Katrín var fyrirliði Stjörnunnar á síðasta tímabili í fjarveru Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur.

Katrín, sem er 25 ára, hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðasta árið. Hún hefur leikið 16 landsleiki og skorað eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×