Lífið

Setti nýtt heimsmet á Rubik´s tening

Samúel Karl Ólason skrifar
Cho birti myndband af metinu um helgina þar sem sjá má hve hissa hann var á því að hafa náð heimsmetinu.
Cho birti myndband af metinu um helgina þar sem sjá má hve hissa hann var á því að hafa náð heimsmetinu.
Hinn 23 ára gamli SeungBeom Cho sló nýverið heimsmet með Rubik's teningi þegar hann leysti þraut teningsins á einungis 4,59 sekúndum. Fyrra metið var 4,69 og var það sett fyrir einungis mánuði síðan.

Cho birti myndband af metinu um helgina þar sem sjá má hve hissa hann var á því að hafa náð heimsmetinu. Hið sama má segja um þá sem eru í kringum hann, en þeir virðast þó vera lengi að átta sig á því að nýtt met hafi verið sett.

Hér má svo sjá met Cho spilað hægt. Fyrir alla þá sem vilja sjá betur hvað hann er að gera. Þið eruð eflaust fjölmargir. Allavega einhverjir. Það hlítur minnst einn að hafa áhuga á þessu.

Kannski.

Við myndbandið skrifar Cho einhverja stafa og talnarunu sem er líklegast einhverskonar aðgerðalýsing. Samkvæmt frétt Mashable er þetta útskýring á þeirri aðferð sem Cho beitti til að klára teninginn á svo skömmum tíma.

Patrick Ponce setti gamla metið fyrir um mánuði síðan, en það má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×