Innlent

Ungt fólk illa upplýst um stjórnmál

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Heilbrigðismál og málefni hælisleitenda eru þau málefni sem brenna helst á nemendum Fjölbrautaskólans við Ármúla. Þá segja nemendur að ungt fólk sé allt of illa upplýst um stjórnmál og fagna heimsókn frambjóðenda í skólann.

Á síðustu árum hefur ungt fólk á Íslandi verið ólíklegra en aðrir aldurshópar til að kjósa og taka þátt í stjórnmálum.  

Nú er hins vegar í gangi herferð, #ÉgKýs, sem samband íslenskra framhaldsskólanema og Landsamband ungmennafélaga standa fyrir og eru svokallaðar skuggakosningar hápunktur hennar.

Markmiðið er að efla lýðræðis- og kosningameðvitund ungmenna og að þjálfa þá sem ekki hafa náð kosningaaldri í að kjósa og undirbúa þá sem hafa aldur til að kjósa í fyrsta sinn. Kosningarnar fara fram á fimmtudaginn en vegna þeirra var framboðsdundur með fulltrúum stjórnmálaflokkana í Fjöbrautaskólanum við Ármúla í dag.

Fréttastofa Stöðvar 2 fór og tók púlsinn á nemendum til að sjá hvað það er sem brennur helst á ungu fólki fyrir komandi kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×