Íslenski boltinn

Jón Þór býst ekki við því að halda áfram með ÍA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Þór á hliðarlínunni með ÍA.
Jón Þór á hliðarlínunni með ÍA. vísir/vilhelm
Skagamenn eru enn þjálfaralausir og virðast ekki ætla að semja við Jón Þór Hauksson eins og flestir bjuggust við.

Jón Þór tók við liði ÍA í vonlausri stöðu í lok tímabilsins. Leikur liðsins hresstist nokkuð eftir það en fallið var ómögulegt að forðast.

„Ég hef ekkert heyrt í forráðamönnum liðsins eftir lokaleik Íslandsmótsins. Þannig að ég tel 100 prósent að ég verði ekki áfram. Ég held að það væri löngu búið að ganga frá því ef það væri í kortunum," sagði Jón Þór við Fótbolta.net í dag.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari HK, hefur verið sterklega orðaður við sitt uppeldisfélag en Jóhannes náði mögnuðum árangri með HK síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×