Fótbolti

Sara Björk skoraði og lagði upp í risasigri Wolfsburg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk ætlar sér langt með Wolfsburg í Meistaradeildinni.
Sara Björk ætlar sér langt með Wolfsburg í Meistaradeildinni. vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg gjörsamlega rústuðu Atlético Madrid í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Lokatölur 12-2 og Wolfsburg vann einvígið samtals 15-2.

Ótrúleg úrslit í leik þýsku og spænsku meistarana. Atlético hefur farið vel af stað í spænsku úrvalsdeildinni og unnið alla fimm leiki sína á tímabilinu. Madrídarliðið átti hins vegar ekki möguleika gegn Þýskalandsmeisturunum í dag.

Sara Björk lék allan leikinn fyrir Wolfsburg. Íslenska landsliðskonan skoraði eitt mark og lagði annað upp.

Wolfsburg var komið í 4-0 eftir 16 mínútur og í hálfleik var staðan 8-1. Þýska liðið tók fótinn af bensíngjöfinni í seinni hálfleik sem það vann „aðeins“ 4-1.

Wolfsburg verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar næsta mánudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×