Fótbolti

Glódís skoraði er Rosengård flaug áfram í 16-liða úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís Perla fagnar eftir góðan sigur með íslenska landsliðinu.
Glódís Perla fagnar eftir góðan sigur með íslenska landsliðinu. vísir/eyþór
Glódís Perla Viggósdóttir var á skotskónum þegar Rosengård rúllaði yfir Olimpa Cluj, 4-0, í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosengård vann fyrri leikinn 1-0 og einvígið samanlagt 5-0.

Rosengård var mun sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og vann mjög öruggan sigur. Glódís Perla skoraði fjórða og síðasta mark Rosengård í uppbótartíma.

Andrea Torisson lék síðustu 19 mínúturnar í liði Rosengård sem verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á mánudaginn kemur.

María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Chelsea sem komst áfram í 16-liða úrslit þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Bayern München í kvöld.

Chelsea vann fyrri leikinn með einu marki gegn engu og fer því áfram á marki á útivelli.


Tengdar fréttir

Sara Björk skoraði og lagði upp í risasigri Wolfsburg

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg gjörsamlega rústuðu Atlético Madrid í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Lokatölur 12-2 og Wolfsburg vann einvígið samtals 15-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×