Fótbolti

Falcao viðurkennir að hafa samið um jafntefli við Perú í miðjum leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jafntefli, OK?
Jafntefli, OK?

Radamel Falcao, framherji Monaco og kólumbíska landsliðsins í fótbolta, hefur viðurkennt að hafa rætt við Renato Tapia, leikmann Perú, um að liðin myndu gera jafntefli í leik þjóðanna í undankeppni HM 2018 á þriðjudaginn.

Falcao var gagnrýndur fyrir að virðast vera að láta leikmenn Perú vita að þeir þyrftu ekki að skora sigurmark í leiknum þar sem 1-1 staðan í leiknum myndi skila Kólumbíu á HM og Perú í umspilið. Leiknum lauk 1-1 og Kólumbía því komið á HM en Perú mætir Nýja-Sjálandi í umspilsleikjum heima og að heiman.

„Við vissum hvað var að gerast í hinum leikjunum og vissum að þessi úrslit myndu koma okkur áfram. Á þeirri stundu reyndi ég að koma þeim skilaboðum áleiðis til Perú,“ sagði Falcao eftir leikinn en Sky Sports greinir frá.

Tapia viðurkenndi svo sjálfur í viðtali í gær að hann ræddi stöðuna við Falcao á vellinum en neitaði fyrir að þeir hafi komist að einhverju samkomulagi.

„Þegar að fimm mínútur voru eftir komu Kólumbíumennirnir að máli við okkur því þeir vissu hver staðan var í hinum leikjunum,“ segir Tapi í viðtali við Panamericana TV.

„Við gerðum því það sem við þurftum. Ég talaði við Radamel sem sagði mér að bæði lið væru komin áfram eins og staðan var akkurat þá. Þetta er samt fótbolti og við spilum til að vinna,“ sagði Renato Tapia og gerði svo jafntefli.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.