Lífið

Deilt á samfélagsmiðlum: Hvort er skórinn bleikur eða grár?

Samúel Karl Ólason skrifar
Einhverjir sjá bleika og hvíta skó. Aðrir sjá gráa og græna og svo eru aðrir sem sjá bæði á mismunandi tímum.
Einhverjir sjá bleika og hvíta skó. Aðrir sjá gráa og græna og svo eru aðrir sem sjá bæði á mismunandi tímum.
Undanfarna daga hafa deilur átt sér stað víða um internetið. Deilurnar svipa til þeirra sem komu upp í febrúar árið 2015 varðandi ákveðinn kjól og slitu upp vinaböndum og jafnvel fjölskyldum. Að þessu sinni snúa deilurnar að skóm.

Fólk er nefnilega ekki sammála um hvernig þessir skór eru á litinn. Tvær myndir af þessum skó hafa verið í dreifingu. Önnur með flassi og önnur hefðbundin. Þessi hér að neðan er með flassi og hefur hún verið að valda umræddum deilum.

Einhverjir sjá bleika og hvíta skó. Aðrir sjá gráa og græna og svo eru aðrir sem sjá bæði á mismunandi tímum.

Það hefur þó verið sýnt fram á að skórinn er bleikur og hvítur. Ekki grár og grænn eins og einhverjir hafa haldið fram. Blaðamaður Guardian ræddi við taugasérfræðing sem starfar hjá Augastofnun Bandaríkjanna (National Eye Institute) og spurði hvað olli því að fólk sæi skóinn í öðrum litum.

Bevil Conway segir að heilar fólks séu að reyna að greina á milli þeirra lita sem myndast vegna flassins annars vegar og litar skóarins hins vegar. Heilinn sé ómeðvitað að reyna að útiloka ljósmengunina frá flassinu.

Þá sé munur á því að horfa á flass-myndina eftir að hafa horft á bleiku myndina. Þar að auki spili lýsingin hjá þeim sem skoðar myndina einnig inn í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×