Innlent

Kveikt í leikkastala í Langholtshverfi

Anton Egilsson skrifar
Plaströrið er gjöreyðilegt eftir íkveikjuna,
Plaströrið er gjöreyðilegt eftir íkveikjuna, Vísir
Kveikt var í leikkastala á lóð leikskólans Sunnuás á Dyngjuvegi á níunda tímanum í gærkvöldi. Var slökkvilið sent á vettvang en engin hætta varð af völdum íkveikjunnar.

Í samtali við Vísi segir vakthafandi varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að kveikt hafi verið í rusli inn í plaströri á leikkastalanum á lóðinni sem nú sé gjöreyðilagt. Það hafi gengið vel fyrir sig að ráða niðurlögum eldsins.

Ólöf Helga Pálmadóttir, leikskólastjóri á Sunnuás, segir í samtali við Vísi að hún hafi í kjölfar íkveikjunnar haft samband við fasteignastjóra hjá Reykjavíkurborg og að framkvæmd verði bráðabirgða viðgerð á leikkastalanum á morgun svo að ekki muni stafa hætta af honum. Muni atvikið ekki koma til með að hafa áhrif á leikskólabörnin vegna skipulagsdags sem fram fer á morgun. Hún segir atvikið einsdæmi en að það sé þó talsverður ágangur á lóð leikskólans á kvöldin og um helgar og töluvert sé um veggjakrot og önnur spjöll. 

Frá vettvangi.Ólöf Helga Pálmadóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×