Innlent

Flugvél Icelandair lýsti yfir neyðarástandi yfir Bretlandseyjum

Birgir Olgeirsson skrifar
Flugvélin var á leið frá Keflavík til Munchen í Þýskalandi.
Flugvélin var á leið frá Keflavík til Munchen í Þýskalandi. Vísir/Vilhelm
Flugvél á vegum Icelandair á leið frá Keflavík til Munchen í Þýskalandi lýsti yfir neyðarástandi yfir Bretlandseyjum. Samkvæmt Flightradar hefur vélinni verið lent í Glasgow í Skotlandi.

Vélin fór frá Keflavíkurflugvelli klukkan 07:20 í morgun en flug frá Íslandi til Munchen tekur um þrjá klukkutíma og 45 mínútur og var því áætluð koma í Munchen klukkan eitt að staðartíma.

Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair var vélinni snúið til Glasgow vegna veikinda. Verið er að taka eldsneyti og verður förinni haldið áfram að því loknu.

Hér fyrir neðan má sjá flugferil vélarinnar og hvernig hún beygði af leið til að lenda á flugvellinum í Glasgow



Fleiri fréttir

Sjá meira


×