Enski boltinn

Benitez segir erfitt fyrir Liverpool að keppa um titilinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rafa Benítez fær Liverpool í heimsókn í dag
Rafa Benítez fær Liverpool í heimsókn í dag vísir/getty


Newcastle United fær Liverpool í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en núverandi stjóri Newcastle er Rafa Benitez sem gerði garðinn frægan hjá Liverpool fyrir nokkrum árum.

Spánverjinn stýrði Liverpool frá 2004-2010 og vann meðal annars Meistaradeild Evrópu og enska bikarinn en tókst ekki að stýra liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir það mjög erfitt verkefni fyrir Liverpool enda hafi önnur félög úr meiri fjármunum að spila.

„Þegar ég var hjá Liverpool höfðum við alltaf miklu minni pening til að eyða en Manchester United en samt sagði fólk að ég yrði að vinna titilinn og keppa við þá. Svo kom Chelsea. Á þessum tíma voru þetta Chelsea, Arsenal og Man Utd. Nú hafa Man City og Tottenham bæst í hópinn ásamt PSG og fleirum,“ segir Benitez

„Þetta er oftast eins. Það eru risaklúbbar sem geta eytt miklum pening og Liverpool er alltaf aðeins á eftir. Hvað getur maður gert? Þú verður að skapa gott lið sem hefur frábært hugarfar og þá er hægt að ná árangri.“

„Raunveruleikinn er sá að í um 90% tilvika eru það liðin með mestu peningana sem vinna deildina,“ segir Benitez.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×