Enski boltinn

Hart: Ég hef brugðist enska landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hart í leik með enska landsliðinu.
Hart í leik með enska landsliðinu. vísir/getty
Joe Hart, landsliðsmarkvörður Englands, er ekki ánægður með sinn landsliðsferil.

„Ég hélt ég myndi aldrei eiga möguleika á að spila fyrir landsliðið. Ég komst þangað og næsta skref var að standa mig. Ég náði í landsliðið en hef brugðist landsliðinu til þessa. Ég þarf að bæta úr því,“ sagði Hart.

„Ég vil ná eins mörgum landsleikjum og mögulegt er. Ég myndi þó skipta öllu út til þess að ná góðum árangri með landsliðinu og vinna titil. Ég vil standa mig fyrir landsliðið og vonandi næ ég að hjálpa liðinu á HM næsta sumar.“

Hart spilar þessa dagana með West Ham eftir að hafa leikið með Torino á Ítalíu síðasta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×