Enski boltinn

Rio ætlar aðeins að berjast einu sinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio í leik með Man. Utd.
Rio í leik með Man. Utd. vísir/getty
Fyrrum leikmaður Man. Utd, Rio Ferdinand, segir það ekki vera rétt að hann ætli sér ekki eiga að eiga langan feril í hnefaleikum.

Það vakti eðlilega mikla athygli á dögunum er það spurðist út að Rio vildi fá leyfi til þess að keppa í atvinnumannahnefaleikum en hann er orðinn 38 ára gamall.

„Ég er að bíða eftir að fá leyfið og þá langar mig að berjast í einum bardaga,“ sagði Rio.

„Þetta á ekki að vera neinn hnefaleikaferill. Ég vil fyrst berjast einu sinni og sjá svo til með framhaldið. Kannski vil ég halda áfram en það er ekki stefnan núna.“

Rio vann ensku deildina sex sinnum með United og Meistaradeildina einu sinni.

„Ég tek þetta alvarlega. Þetta er enginn brandari og ef ég tek þetta ekki alvarlega get ég meiðst illa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×