Enski boltinn

Gefur Liverpool bara C+ fyrir tímabilið til þessa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. Vísir/Getty
Liverpool fær ekki háa einkunn frá knattspyrnuspekingnum Stuart Pearce en Sky Sports fékk þessa gömlu ensku landsliðsstjörnu til að meta frammistöðu ensku úrvalsdeildarliðanna í fyrstu sjö umferðum tímabilsins.

Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Manchester liðin fá bæði toppeinkunn, A, en þau eru efst á toppnum með 19 stig í húsi af 21 mögulegu.

Manchester City er ofar á markatölu en það munað þó bara einu marki. Markatala Manchester City er +20 (22-2) en markatala Manchester United er +19 (21-2).

Það er eitt lið í viðbót sem fær hæstu einkunn frá en það er lið Jóhanns Berg Guðmundssonar í Burnley. Burnley er í sjötta sæti deildarinnar með 12 stig eða jafnmörg og Liverpool og Watford.

Næstu lið á eftir þessum A-liðum Stuart Pearce eru Lundúnaliðin Tottenham, Chelsea og Arsenal sem fá öll B í einkunn. Þau hafa öll misstígið sig illa einu sinni en að öðru leiti hafa þau unnið marga leiki sannfærandi. Tottenham er í 3. sæti með 14 stig en Chelsea og Arsenal hafa bæði 13 stig.

Liverpool fær bara C+ í einkunn frá Pearce þrátt fyrir að hafa ekki tapað nema einum leik og vera aðeins stigi á eftir Chelsea og Arsenal. Liverpool hefur hinsvegar aðeins unnið 3 af 7 leikjum og er þegar núið að fá á sig tólf mörk eða þremur mörkum meira en efstu þrjú liðin (Manchester City, Manchester United, Tottenham) til samans.

Pirringur Jürgen Klopp ves dag frá degi og það er erfitt fyrir stuðningsmenn liðsins að á sama tíma og sóknarmenn Liverpool klúðra hverju dauðafærinu á fætur öðru þá eru varnarmenn og markmenn liðsins að gefa hvert markið á fætur öðru á silfurfati.

Lið sem fá betri einkunn en Liverpool eru lið Watford (B+), Newcastle (B-), West Brom (B-) og Huddersfield (B-).

Mörg lið frá C í einkunn en langneðsta liðið er lið Crystal Palace sem fær E í einkunn. Crystal Palace hefur ekki enn fengið stig í deildinni og markatala liðsins er 0-17 eftir sjö leiki.

Það má sjá alla einkunnagjöf Stuart Pearce með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×